Krefja flugfélög um 310 milljarða í skaðabætur Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2014 14:30 Mynd/DbScghenker Schenker AG, dótturfélag þýska járnbrautarfyrirtækisins Deutsche Bahn AG (DB), ætlar að krefja nokkur flugfélög um allt að 2,5 milljarða dollara, um 310 milljarða króna, í skaðabætur fyrir verðsamráð á heimsvísu. Um tvö mál er að ræða því umrædd flugfélög voru fundin sek um samráð bæði í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Schenker AG er síðasta alþjóðlegi flutningsaðilinn sem lögsækir flugfélagin en þau voru fundin sek um í kringum bandarísk lög með því að ofrukka fyrir vörusendingar frá og innan Norður-Ameríku. Sakborningar í málinu játuðu á sig sök í málflutningi dómsmálaráðuneytisins. Ellefu flugfélög í Þýskalandi eru sökuð um sama samráð sem hafði áhrif á flutninga um allan heim. Þegar höfðu nokkur þeirra náð sáttum við hósóknaraðila sem og einstaka kröfuhafa í Bandaríkjunum. Schenker AG samþykkti að sættast við nokkur flugfélög en dró sig út úr sáttagerðinni við áðurnefnd flugfélög þegar kom að hóplögsókninni. Flugfélögin eiga yfir höfði sér skaðabótakröfu upp á allt að 370 milljónir dollara í Bandaríkjunum og 2,19 milljarða dollara í Þýskalandi auk vaxtagjalda. Skaðabæturnar í Bandaríkjunum gætu hækkað um 1,1 milljarð dollara, eftir niðurstöðu dómstóla. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Schenker AG, dótturfélag þýska járnbrautarfyrirtækisins Deutsche Bahn AG (DB), ætlar að krefja nokkur flugfélög um allt að 2,5 milljarða dollara, um 310 milljarða króna, í skaðabætur fyrir verðsamráð á heimsvísu. Um tvö mál er að ræða því umrædd flugfélög voru fundin sek um samráð bæði í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Schenker AG er síðasta alþjóðlegi flutningsaðilinn sem lögsækir flugfélagin en þau voru fundin sek um í kringum bandarísk lög með því að ofrukka fyrir vörusendingar frá og innan Norður-Ameríku. Sakborningar í málinu játuðu á sig sök í málflutningi dómsmálaráðuneytisins. Ellefu flugfélög í Þýskalandi eru sökuð um sama samráð sem hafði áhrif á flutninga um allan heim. Þegar höfðu nokkur þeirra náð sáttum við hósóknaraðila sem og einstaka kröfuhafa í Bandaríkjunum. Schenker AG samþykkti að sættast við nokkur flugfélög en dró sig út úr sáttagerðinni við áðurnefnd flugfélög þegar kom að hóplögsókninni. Flugfélögin eiga yfir höfði sér skaðabótakröfu upp á allt að 370 milljónir dollara í Bandaríkjunum og 2,19 milljarða dollara í Þýskalandi auk vaxtagjalda. Skaðabæturnar í Bandaríkjunum gætu hækkað um 1,1 milljarð dollara, eftir niðurstöðu dómstóla.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira