Reglulega sprettur upp umræða um hvort heimila eigi neyslu kannabisefna en mörg erlend ríki hafa farið þá leið að leyfa neyslu kannabisefna í lækningaskyni. Síðustu mánuði hafa svo nokkur ríki Bandaríkjanna heimilað frjálsa notkun á kannabisefnum. Kristján Þór hefur sagt að skoða ætti afglæpavæðingu fíkniefna á borð við kannabis en það þýðir með öðrum orðum lögleiðingu.
Í fréttaskýringaþættinum Brestum síðastliðinn mánudag var fjallað um fólk sem notar kannabis í lækningaskyni. Rætt var við Sigurð Jón Súddason sem hefur sjálfur nýtt sér kannabis í baráttu sinni við krabbamein. Sjá má brot úr þættinum hér fyrir neðan: