Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 13:44 Eygló bendir á að hvatning felist í séreignalífeyrissparnaðarleiðinni fyrir ungt fólk á leigumarkaði. Vísir Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira