Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Karl Lúðvíksson skrifar 14. nóvember 2014 19:52 Góð veiði hjá rjúpnaskyttu í dag Nú er síðasta helgin þar sem leyft er að ganga til rjúpna og eftir daginn í dag er gaman að segja frá góðri veiði. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt af í dag gerðu flestir ágæta veiði en áberandi var mest af frétta frá mönnum sem voru t.d. á heiðunum upp af Skagafirði, Víðidalstungu, Blöndulóni, Haukadal og svo þeim sem lögðu land undir fót og voru á norðaustur og austurlandi. Við heyrðum frá í það minnsta fjórum hópum sem voru á heiðunum við Blöndulón og þar voru menn á ferð sem hefur gengið illa í haust en í dag náðu hópurinn sameiginlega að skjóta í jólamatinn fyrir þá alla. Þegar menn voru sáttir við aflabrögðin var veiði hætt þá um klukkan tvö og gengið til baka. "Við hefðum getað skotið annað eins til viðbótar við það sem náðum bara á labbinu til baka, það var það mikið að sjá af fugli, loksins!" sagði Freyr Einarsson sem var á heiðinni í dag. Það virðar vel til veiða á þessum slóðum á morgun og það er vonandi að veiðimenn sem eiga eftir að ná jólamatnum nái því flestir um helgina en jafnframt eru veiðimenn hvattir til að veiða í hófi og það var þess vegna gaman að heyra frá þessum mönnum sem hættu þegar jólamatnum var náð. Það er ekkert einsdæmi að heyra það. Ágætur veiðimaður sem gekk á fjall í Miðfirði í dag náði 10 rjúpum og hætti því jólamatnum var náð. Hann hafði sömu sögu að segja og Freyr, að á göngunni til baka þegar nóg var veitt hefði hann getað skotið annað eins á leið sinni að bílnum. Það er þá loksins búið að finna rjúpuna, sem betur fer fyrir þá sem ætla sér að hafa rjúpu í matinn um hátíðarnar. Stangveiði Mest lesið Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði
Nú er síðasta helgin þar sem leyft er að ganga til rjúpna og eftir daginn í dag er gaman að segja frá góðri veiði. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt af í dag gerðu flestir ágæta veiði en áberandi var mest af frétta frá mönnum sem voru t.d. á heiðunum upp af Skagafirði, Víðidalstungu, Blöndulóni, Haukadal og svo þeim sem lögðu land undir fót og voru á norðaustur og austurlandi. Við heyrðum frá í það minnsta fjórum hópum sem voru á heiðunum við Blöndulón og þar voru menn á ferð sem hefur gengið illa í haust en í dag náðu hópurinn sameiginlega að skjóta í jólamatinn fyrir þá alla. Þegar menn voru sáttir við aflabrögðin var veiði hætt þá um klukkan tvö og gengið til baka. "Við hefðum getað skotið annað eins til viðbótar við það sem náðum bara á labbinu til baka, það var það mikið að sjá af fugli, loksins!" sagði Freyr Einarsson sem var á heiðinni í dag. Það virðar vel til veiða á þessum slóðum á morgun og það er vonandi að veiðimenn sem eiga eftir að ná jólamatnum nái því flestir um helgina en jafnframt eru veiðimenn hvattir til að veiða í hófi og það var þess vegna gaman að heyra frá þessum mönnum sem hættu þegar jólamatnum var náð. Það er ekkert einsdæmi að heyra það. Ágætur veiðimaður sem gekk á fjall í Miðfirði í dag náði 10 rjúpum og hætti því jólamatnum var náð. Hann hafði sömu sögu að segja og Freyr, að á göngunni til baka þegar nóg var veitt hefði hann getað skotið annað eins á leið sinni að bílnum. Það er þá loksins búið að finna rjúpuna, sem betur fer fyrir þá sem ætla sér að hafa rjúpu í matinn um hátíðarnar.
Stangveiði Mest lesið Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði