Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. nóvember 2014 18:20 Helgi segist ekki hafa upplifað gagnrýni á borð við þá sem kom frá Hönnu Birnu frá viðlíka aðila. Vísir / GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“ Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“
Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira