Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Kaupþingstopps frá Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. nóvember 2014 15:27 Ingólfur getur kært málið aftur seinna. Vísir Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka á Íslandi, á hendur íslenska ríkinu. Mál Ingólfs snérist um meint brot á rétti hans til að velja sér verjanda eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að afturkalla skipun Jóhannesar Bjarna Björnssonar hæstaréttarlögmanns, sem verjanda Ingólfs. Þetta kemur fram á vefsíðu Landslaga. Ástæðan fyrir því að Jóhannes fékk ekki að verja Ingólf var að ekki væri útilokað að lögmaðurinn yrði kallaður fyrir réttinn sem vitni. Saksóknari í málinu, sem snýst um meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik, hafði lagt fram endurrit af símtali á milli Jóhannesar og annars sakbornings í málinu. Átta aðrir starfsmenn bankans eru ákærðir í málinu. Ástæða frávísunar Mannréttindadómstólsins er sú að málaferlin sem kæran sé sprottin af séu enn í gangi hér á landi. Innlend úrræði séu því ekki tæmd líkt og áskilið er í Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tilkynningu dómstólsins er þess sérstaklega getið að Ingólfur geti lagt fram nýja kæru í kjölfar þess að málaferlin séu kláruð hér á landi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Lögmaður í Kaupþingsmálinu fær ekki að verja einn ákærðu Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. fær ekki að halda uppi vörnum fyrir Ingólf Helgason í Kaupþingsmálinu vegna hugsanlegra tengsla hans við einn ákærðu. 17. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka á Íslandi, á hendur íslenska ríkinu. Mál Ingólfs snérist um meint brot á rétti hans til að velja sér verjanda eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að afturkalla skipun Jóhannesar Bjarna Björnssonar hæstaréttarlögmanns, sem verjanda Ingólfs. Þetta kemur fram á vefsíðu Landslaga. Ástæðan fyrir því að Jóhannes fékk ekki að verja Ingólf var að ekki væri útilokað að lögmaðurinn yrði kallaður fyrir réttinn sem vitni. Saksóknari í málinu, sem snýst um meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik, hafði lagt fram endurrit af símtali á milli Jóhannesar og annars sakbornings í málinu. Átta aðrir starfsmenn bankans eru ákærðir í málinu. Ástæða frávísunar Mannréttindadómstólsins er sú að málaferlin sem kæran sé sprottin af séu enn í gangi hér á landi. Innlend úrræði séu því ekki tæmd líkt og áskilið er í Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tilkynningu dómstólsins er þess sérstaklega getið að Ingólfur geti lagt fram nýja kæru í kjölfar þess að málaferlin séu kláruð hér á landi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Lögmaður í Kaupþingsmálinu fær ekki að verja einn ákærðu Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. fær ekki að halda uppi vörnum fyrir Ingólf Helgason í Kaupþingsmálinu vegna hugsanlegra tengsla hans við einn ákærðu. 17. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Lögmaður í Kaupþingsmálinu fær ekki að verja einn ákærðu Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. fær ekki að halda uppi vörnum fyrir Ingólf Helgason í Kaupþingsmálinu vegna hugsanlegra tengsla hans við einn ákærðu. 17. febrúar 2014 16:59