Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2014 16:09 Arnór Atlason skoraði eitt mark gegn Ísrael. vísir/vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn. Íslenski handboltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Sjá meira