Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 19:26 Aron Kristjánsson á hliðarlínunni gegn Ísrael. vísir/vilhelm „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
„Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09