„Stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Skúli Mogensen, stofnandi, eigandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu. Klinkið Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu.
Klinkið Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira