Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Birgir H. Stefánsson skrifar 6. nóvember 2014 16:25 Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Heimamenn leiddu allt frá upphafi til enda en náðu aldrei að losa sig við leikmenn Aftureldingar sem neituðu að gefast upp fyrr en á lokamínútu leiksins. Sterkur varnarleikur var það sem einkenndi fyrri hálfleikinn og þá sérstaklega leik heimamanna. Heimir Örn Árnason steig til hliðar sem þjálfari en mætti til leiks í kvöld sem leikmaður Akureyrar í fyrsta sinn á þessu tímabili og átti góða innkomu og þá sérstaklega varnarlega. Á fjórðu mínútu leiksins varð Pétur Júníusson, línnumaður Aftureldingar, að fara útaf til að fá nýjan búning þar sem það var búið að rífa framhliðina af hans. Var það viss vísbending um það sem átti eftir að koma í leiknum, þéttur varnarleikur, mikil harka og átök. Þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum skoraði Elvar Ásgeirsson fyrir Aftureldingu og minnkaði muninn í þrjú mörk en þetta var aðeins fimmta mark Aftureldingar í leiknum. Þeir fundið þó leiðir framhjá varnarmúr heimamanna á lokakafla fyrri hálfleiksins og skoruðu þar fjögur mörk á jafn mörgum mínútum. Þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks voru heimamenn yfir, 11-9. Seinni hálfleikurinn var öllu fjörlegri en sá fyrri sem var þó fínasta skemmtun, harkan hélt áfram og fór það misvel í skapið á mönnum. Eftir aðeins þrjár mínútur í seinni hálfleiknum fékk Elías Már Halldórsson rautt spjald fyrir að sparka í Pétur Júníusson, Pétur fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir sinn hlut í þessum látum þeirra á milli. Heimamenn náðu að minnka muninn í eitt mark strax í næstu sókn en nær komust þeir þó ekki í þessum leik sem endaði með með sigri heimamanna, 27-23. Heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og þegar leikmenn Aftureldingar fundu leið í gegnum varnarmúr þeirra var það Tomas Olason, markmaður heimamanna, sem tók á móti þeim en hann varði nokkra bolta á afar mikilvægum tímapunktum og uppskar að launum titilinn maður leiksins. Hinum megin var Davíð Hlíðdal Svansson einnig í fínu formi í kvöld en hann var ekki með jafn þétta vörn fyrir framan sig. Það voru þó ekki aðeins gömlu mennirnir í vörn Akureyrar sem voru að standa sig vel í kvöld þar sem Halldór Logi Árnason átti einnig frábæran leik ásamt því að vera markahæsti maður liðsins með sjö mörk.Andri Snær: 90´s varnarleikur „Þetta var bara meiriháttar,“ sagði Andri Snær Stefánsson ánægður eftir leik. „Loksins small þetta, vörnin frábær og Tomas náttúrulega maður leiksins. Hann varði eins og skepna.“ Það var töluvert um átök í þessum leik „Já, við höfum verið í basli og þurftum að þjappa okkur betur saman. Atli er að leggja áherslu á varnarleikinn og það bara skilaði sér her í dag. Þetta var gamaldags hörku 6-0 vörn, svona 90´s varnarleikur.“ Hversu mikilvægt er að fá Heimi af bekknum inn í vörnina? „Það gefur okkur auvðitað mjög mikið. Heimir er einfaldlega frábær leikmaður en hann er einnig baráttumaður sem gefur okkur líka neista. Svo er hann auðvitað líka klókur, góður að bera upp bolta og kann leikinn.“Atli Hilmars: Við spilum eins fast og dómari leyfir „Ég vissi það frá gamalli tíð að hér er gott að spila fyrir framan þetta fólk,“ sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar strax eftir leik. „Þetta á allt að vera plús fyrir liðið og var það, það sást svo sannarlega í dag. Það naut sín hver einasti leikmaður og það var gaman að sjá hvernig liðið barðist um hvern einasta bolta.“ „Við byrjuðum leikinn frábærlega varnarlega, vorum komnir með einhver fjögur mörk á okkur eftir rúmlega tuttugu mínútur. Svo tökum við þarna smá slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Síðan er það bara varnarleikurinn sem er að búa þetta til fyrir okkur, við erum að fá hraðaupphlaup í kjölfarið. Við vorum að spila fast en það voru allir að spila jafn fast og við vorum ekki að láta henda okkur útaf fyrir klaufabrot. Það er búið að gagnrýna varnarleikinn en hann var ekki gagnrýniverður í dag.“ Það var töluverð harka hér í dag og menn virka misánægðir með það „Við bara spilum eins fast og dómarinn leyfir, það er bara þannig. Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Heimir átti t.d. frábæran leik, sýnir hvaða karakter hann hefur að geyma að koma núna hérna inn á völlinn og gefa allt sem hann á.Einar Andri: Fengum ekki að spila okkar leik „Tveir tapleikir í röð er ekkert stórmál fyrir okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik þegar hann var spurður út í það að liðið hefur núna tapað tveimur í röð eftir að hafa farið sjö leiki án taps. „Við erum ánægðir með frammistöðu leikmanna, fannst við vera að berjast eins og ljón og vera í stöðu á köflum til að gera betur.“ Sáttur við frammistöðu þinna manna í kvöld? „Ég er sáttur með framlagið, með þann kraft og dugnað sem menn lögðu í verkefnið en því miður þá fengum við ekki að spila okkar leik eins og við erum vanir.“ Þú virtist ekkert sérstaklega ánægður með frammistöðu dómara á meðan á leik stóð. „Nei, það voru sérstaklega mikil átök. Það var lögð hér lína sem myndi ekki ganga heilan vetur í handbolta. Það var ekki brottvísun á Akureyri í fyrri hálfleik og það var ekki kláraður spjaldakvóti, það finnst mér vera athugunarefni fyrir sig. Við bara fengum ekki aðstöðu til að spila okkar leik, hvort sem það var útaf góðri vörn hjá Akureyri eða eitthvað annað þá var þetta niðurstaðan.“ Olís-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Heimamenn leiddu allt frá upphafi til enda en náðu aldrei að losa sig við leikmenn Aftureldingar sem neituðu að gefast upp fyrr en á lokamínútu leiksins. Sterkur varnarleikur var það sem einkenndi fyrri hálfleikinn og þá sérstaklega leik heimamanna. Heimir Örn Árnason steig til hliðar sem þjálfari en mætti til leiks í kvöld sem leikmaður Akureyrar í fyrsta sinn á þessu tímabili og átti góða innkomu og þá sérstaklega varnarlega. Á fjórðu mínútu leiksins varð Pétur Júníusson, línnumaður Aftureldingar, að fara útaf til að fá nýjan búning þar sem það var búið að rífa framhliðina af hans. Var það viss vísbending um það sem átti eftir að koma í leiknum, þéttur varnarleikur, mikil harka og átök. Þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum skoraði Elvar Ásgeirsson fyrir Aftureldingu og minnkaði muninn í þrjú mörk en þetta var aðeins fimmta mark Aftureldingar í leiknum. Þeir fundið þó leiðir framhjá varnarmúr heimamanna á lokakafla fyrri hálfleiksins og skoruðu þar fjögur mörk á jafn mörgum mínútum. Þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks voru heimamenn yfir, 11-9. Seinni hálfleikurinn var öllu fjörlegri en sá fyrri sem var þó fínasta skemmtun, harkan hélt áfram og fór það misvel í skapið á mönnum. Eftir aðeins þrjár mínútur í seinni hálfleiknum fékk Elías Már Halldórsson rautt spjald fyrir að sparka í Pétur Júníusson, Pétur fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir sinn hlut í þessum látum þeirra á milli. Heimamenn náðu að minnka muninn í eitt mark strax í næstu sókn en nær komust þeir þó ekki í þessum leik sem endaði með með sigri heimamanna, 27-23. Heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og þegar leikmenn Aftureldingar fundu leið í gegnum varnarmúr þeirra var það Tomas Olason, markmaður heimamanna, sem tók á móti þeim en hann varði nokkra bolta á afar mikilvægum tímapunktum og uppskar að launum titilinn maður leiksins. Hinum megin var Davíð Hlíðdal Svansson einnig í fínu formi í kvöld en hann var ekki með jafn þétta vörn fyrir framan sig. Það voru þó ekki aðeins gömlu mennirnir í vörn Akureyrar sem voru að standa sig vel í kvöld þar sem Halldór Logi Árnason átti einnig frábæran leik ásamt því að vera markahæsti maður liðsins með sjö mörk.Andri Snær: 90´s varnarleikur „Þetta var bara meiriháttar,“ sagði Andri Snær Stefánsson ánægður eftir leik. „Loksins small þetta, vörnin frábær og Tomas náttúrulega maður leiksins. Hann varði eins og skepna.“ Það var töluvert um átök í þessum leik „Já, við höfum verið í basli og þurftum að þjappa okkur betur saman. Atli er að leggja áherslu á varnarleikinn og það bara skilaði sér her í dag. Þetta var gamaldags hörku 6-0 vörn, svona 90´s varnarleikur.“ Hversu mikilvægt er að fá Heimi af bekknum inn í vörnina? „Það gefur okkur auvðitað mjög mikið. Heimir er einfaldlega frábær leikmaður en hann er einnig baráttumaður sem gefur okkur líka neista. Svo er hann auðvitað líka klókur, góður að bera upp bolta og kann leikinn.“Atli Hilmars: Við spilum eins fast og dómari leyfir „Ég vissi það frá gamalli tíð að hér er gott að spila fyrir framan þetta fólk,“ sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar strax eftir leik. „Þetta á allt að vera plús fyrir liðið og var það, það sást svo sannarlega í dag. Það naut sín hver einasti leikmaður og það var gaman að sjá hvernig liðið barðist um hvern einasta bolta.“ „Við byrjuðum leikinn frábærlega varnarlega, vorum komnir með einhver fjögur mörk á okkur eftir rúmlega tuttugu mínútur. Svo tökum við þarna smá slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Síðan er það bara varnarleikurinn sem er að búa þetta til fyrir okkur, við erum að fá hraðaupphlaup í kjölfarið. Við vorum að spila fast en það voru allir að spila jafn fast og við vorum ekki að láta henda okkur útaf fyrir klaufabrot. Það er búið að gagnrýna varnarleikinn en hann var ekki gagnrýniverður í dag.“ Það var töluverð harka hér í dag og menn virka misánægðir með það „Við bara spilum eins fast og dómarinn leyfir, það er bara þannig. Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Heimir átti t.d. frábæran leik, sýnir hvaða karakter hann hefur að geyma að koma núna hérna inn á völlinn og gefa allt sem hann á.Einar Andri: Fengum ekki að spila okkar leik „Tveir tapleikir í röð er ekkert stórmál fyrir okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik þegar hann var spurður út í það að liðið hefur núna tapað tveimur í röð eftir að hafa farið sjö leiki án taps. „Við erum ánægðir með frammistöðu leikmanna, fannst við vera að berjast eins og ljón og vera í stöðu á köflum til að gera betur.“ Sáttur við frammistöðu þinna manna í kvöld? „Ég er sáttur með framlagið, með þann kraft og dugnað sem menn lögðu í verkefnið en því miður þá fengum við ekki að spila okkar leik eins og við erum vanir.“ Þú virtist ekkert sérstaklega ánægður með frammistöðu dómara á meðan á leik stóð. „Nei, það voru sérstaklega mikil átök. Það var lögð hér lína sem myndi ekki ganga heilan vetur í handbolta. Það var ekki brottvísun á Akureyri í fyrri hálfleik og það var ekki kláraður spjaldakvóti, það finnst mér vera athugunarefni fyrir sig. Við bara fengum ekki aðstöðu til að spila okkar leik, hvort sem það var útaf góðri vörn hjá Akureyri eða eitthvað annað þá var þetta niðurstaðan.“
Olís-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira