Enski boltinn

Hólmar Örn kallaður inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson. Vísir/Getty
Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa þurft að gera breytingu á landsliðshópnum sem þeir tilkynntu á föstudaginn.

Hólmar Örn Eyjólfsson, sem leikur með Rosenborg í Noregi, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn við Belga á miðvikudag, þar sem fyrir liggur að Kári Árnason muni ekki taka þátt í þeim leik vegna meiðsla.

Hólmar Örn á að baki einn A-landsleik, en hann kom inn á sem varamaður í vináttuleik gegn Svíum árið 2012.  

Hólmar hefur leikið fjölmarga leiki með öllum yngri landsliðum Íslands, þar af heila 27 leiki með U21 liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×