Fékk nóg af ruðningi og hvarf út í buskann 30. október 2014 15:00 Kitterman er hér annar frá vinstri. Stjúpsonurinn er lengst til hægri. Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför. NFL Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför.
NFL Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira