Norski læknirinn vill aftur til Vestur-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2014 16:33 Silje Lehne Michalsen ræddi við fjölmiðla síðdegis í dag. Mynd/Skjáskot, NRK „Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni. Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni.
Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06
Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent