Vinna að skattlagningu gagnaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2014 14:09 Vísir/Getty Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira