Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins.
Fundað verður í Genf þar sem rætt verður hvort taka eigi upp skimanir á landamærum og hertari ferðatakmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp nýjar reglur sem kveða á um að farþegar frá verst hrjáðu ríkjunum verði að koma inn í landið á einum af fimm flugvöllum.
Sérstöku útgöngubanni hefur verið komið á í bæ í Síerra Leóne eftir að tveir voru skotnir til bana í mótmælum í gær.
Rúmlega 4.500 manns hafa látið lífið úr ebólu síðustu mánuði, flesir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.
Í frétt BBC kemur fram að WHO hafi sætt mikill gagnrýni fyrir að bregðast seint við útbreiðslu veirunnar.
WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir
Atli Ísleifsson skrifar
