Þeir sem eru með ælupest eiga ekki að drekka kóladrykki Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2014 12:57 Þórður G. Ólafsson er yfirlæknir Læknavaktarinnar. „Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“ Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“
Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira