Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2014 14:15 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15