Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2014 12:54 Á myndinni frá því í gærkvöldi er rauðkálið blátt en á myndinni til hægri má sjá hvernig rauðkálið var orðið bleikt út af súru andrúmslofti. Mynd/Sigurður Mar Halldórsson Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum. Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.
Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56
Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47
Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00
Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53