Ísland fyrirheitna land múslima Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 11:26 Drangarnir suður á söndum er sem Allah sjálfur hafi skrifað nafn sitt í náttúru Íslands, segir Sverrir Agnarsson. Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira