Ísland fyrirheitna land múslima Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 11:26 Drangarnir suður á söndum er sem Allah sjálfur hafi skrifað nafn sitt í náttúru Íslands, segir Sverrir Agnarsson. Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira