Lífið

„Að verða pabbi“ á skóm landsliðsfyrirliðans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi og Aron Einar fagna markinu í Laugardalnum á mánudaginn.
Gylfi og Aron Einar fagna markinu í Laugardalnum á mánudaginn. Vísir/Andri Marinó
Aron Einar Gunnarsson leiddi sína menn í A-landsliðinu í knattspyrnu til 2-0 sigurs gegn Hollandi á mánudaginn eins og frægt er orðið. Það gerði hann líka þremur dögum fyrr í 3-0 sigri í Lettlandi. Skór fyrirliðans vöktu athygli.

Séð og Heyrt skrifaði slúðurmola um að skilaboð hefðu verið á skóm landsliðsfyrirliðans sem spilaði sérstaklega vel í leikjunum tveimur. Í Lettlandi skoraði hann eitt og lagði upp annað. Stórstjörnur Hollands komust svo ekkert áfram á miðjunni gegn Aroni og félögum.

Valgarður Gíslason náði frábærri mynd af Aroni Einari fagna síðara marki Gylfa Þórs Sigurðssonar í leiknum með þeim síðarnefnda. Ef vel er gáð má sjá að skór Arons Einars eru vissulega merktir. Greinilegt að Aron Einar er spenntur fyrir föðurhlutverkinu. Þá skartar hann einnig sérstaklega glæsilegu skeggi þessa dagana. Hann reiknar ekki með að skera skegg sitt.

„Það hefur gengið vel í byrjun tímabils og af hverju að taka það af?“ sagði Aron Einar í viðtali eftir sigurinn á Hollandi.

Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons Einars og fitnesskona með meiru, sagði í viðtali við Vísi í september að von væri á frumburðinum í mars.


Tengdar fréttir

Fjölgar hjá fjölskyldu fyrirliðans

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir fitnesskona eiga von á barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.