Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. október 2014 22:15 Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. Bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA en þeir Bjarki Ómarsson, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson kepptu allir í léttvigt. Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco en hann var með um 16 bardaga að baki og reynslumikill andstæðingur. Franco hefur lengi æft box og sparkbox en náði ekki einu höggi á Magnús. Magnús byrjaði bardagann afar vel og á fyrstu sekúndum bardagans kom Magnús með háspark sem rétt strauk höfuð Franco. Stuttu eftir það rotaði Magnús Franco með þungum vinstri krók og bardaginn búinn eftir aðeins 39 sekúndur. Þetta er annar sigur Magnúsar í röð eftir rothögg með vinstri krók en eftir bardagann sagðist hann vera örlítið hissa á þessu þar sem hann er nú rétthentur. Þeir sem vilja fylgjast nánar með æfingum og keppnum hjá Magnúsi ættu að kíkja á Facebook síðu hans hér. Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson kláruðu báðir sína andstæðinga með „rear naked choke“ hengingu en ítarlegri lýsingu á bardögum þeirra má lesa á vef MMA Frétta hér.Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis og formaður Mjölnis, var með í för og var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Þetta er ein flottasta frammistaða í sögu Mjölnis. Kláruðu allir sína bardaga og voru allir frábærlega vel undirbúnir, bæði líkamlega og andlega. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu.“ MMA Tengdar fréttir Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45 Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. Bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA en þeir Bjarki Ómarsson, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson kepptu allir í léttvigt. Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco en hann var með um 16 bardaga að baki og reynslumikill andstæðingur. Franco hefur lengi æft box og sparkbox en náði ekki einu höggi á Magnús. Magnús byrjaði bardagann afar vel og á fyrstu sekúndum bardagans kom Magnús með háspark sem rétt strauk höfuð Franco. Stuttu eftir það rotaði Magnús Franco með þungum vinstri krók og bardaginn búinn eftir aðeins 39 sekúndur. Þetta er annar sigur Magnúsar í röð eftir rothögg með vinstri krók en eftir bardagann sagðist hann vera örlítið hissa á þessu þar sem hann er nú rétthentur. Þeir sem vilja fylgjast nánar með æfingum og keppnum hjá Magnúsi ættu að kíkja á Facebook síðu hans hér. Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson kláruðu báðir sína andstæðinga með „rear naked choke“ hengingu en ítarlegri lýsingu á bardögum þeirra má lesa á vef MMA Frétta hér.Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis og formaður Mjölnis, var með í för og var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Þetta er ein flottasta frammistaða í sögu Mjölnis. Kláruðu allir sína bardaga og voru allir frábærlega vel undirbúnir, bæði líkamlega og andlega. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu.“
MMA Tengdar fréttir Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45 Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45
Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34