Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 10:53 Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“ Eurovision Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“
Eurovision Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira