Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gagnrýndi aðeins ítalska framherjann Mario Balotelli eftir tapleikinn á móti svissneska liðinu Basel í Meistaradeildinni í fótbolta í gær.
Mario Balotelli átti ekki góðan dag og náði aðeins einu skoti á markið í leiknum. Liverpool keypti hann á 16 milljónir punda frá AC Milan en hann hefur aðeins náð að skora 1 mark í 7 leikjum fyrir Liverpool-liðið.
„Hann vann vel fyrir liðið en hann þarf að gera meira fyrir okkur," sagði Brendan Rodgers um hinn 24 ára gamla Mario Balotelli.
„Hann verður alltaf dæmdur af því sem hann skapar eða skorar og hann skoraði ekki í þessum leik. Strákurinn er samt að reyna og hann leggur mikið á sig," sagði Rodgers sem ætlar að gefa sér tíma í að koma hinum óútreiknanlega Balotelli í gang.
Liverpool vann fyrsta leikinn naumlega á móti Ludogorets en þetta tap þýðir að liðið er dottið niður í 3. sæti riðilsins og næstu tveir leikirnir eru á móti spænska stórliðinu Real Madrid.
Rodgers: Balotelli verður að gera meira

Tengdar fréttir

Balotelli er ekki í heimsklassa
Stjóri Liverpool segir að ekki sé hægt að bera Suarez og Balotelli saman.

Balotelli þarf að læra af Suarez
Brendan Rodgers segir að Mario Balotelli þurfi að læra af forverum sínum hjá Liverpool.

Balotelli beittur kynþáttaníði á Twitter
Gerði grín að tapi Manchester United fyrir Leicester.

Liverpool orðað við Higuain
Spænskir vefmiðlar segja enska úrvalsdeildarliðið Liverpool vera að undirbúa risatilboð í argentínska framherjann Gonzalo Higuain frá ítalska liðinu Napolí.

Rodgers: Þurfum að bæta varnarleikinn
Segir að varnarleikur liðsins í föstum leikatriðum hafi orðið því að falli.

Streller sá um Liverpool í Sviss | Sjáðu markið
Liverpool mátti þola slæmt tap gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld.