Erlent

Leit að MH370 hefst að nýju

239 manns hurfu sporlaust þann 8. mars á þessu ári.
239 manns hurfu sporlaust þann 8. mars á þessu ári. Vísir/AP
Enn á ný er hafin leit að flaki Malasísku farþegaþotunnar sem hvarf með manni og mús þann áttunda mars síðastliðinn, einhversstaðar á milli Malasíu og Víetnam. Nú hefur leitarskipið GO Phoenix verið sent á svæðið þar sem líklegast er talið að vélin hafi hrapað og hófst neðansjávarleit í morgun. Talið er að aðgerðin geti þó tekið allt að einu ári enda er um gríðarlegt flæmi að ræða sem til stendur að leita á en það eru áströlsk yfirvöld sem skipuleggja leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×