Gunnar Nelson tapaði um helgina sínum fyrsta bardaga á MMA-ferlinum er Rick Story hafði betur á stigum á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi um helgina.
Gunnar var að keppa í fimm lotu bardaga í fyrsta sinn á ferlinum og eins og sjá má á meðfylgjandi skorkorti dómaranna þriggja voru þeir sammála um að Story hafi unnið síðustu tvær loturnar.
Dómararnir voru þó ósammála um allar hinar loturnar. Einn þeira, Paul Sutherland, dæmdi Story sigur í öllum fimm lotunum en þeir Jim Bergman og Mark Collett dæmdi Gunnari sigur í fyrstu lotunni.
Bergman var sá eini sem dæmdi Gunnari sigur í bardaganum en hann gaf honum fullt hús fyrir fyrstu þrjár loturnar. Collett dæmdi Story sigur í hinum fjórum lotunum.
