FH og Breiðablik hlunnfarin um milljónir í sölunni á Gylfa Þór Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2014 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson byrjar vel hjá Swansea. vísir/getty Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira