Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Súrínam Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Utanríkisráðherra boðar að Ísland muni ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári, þar sem karlar komi saman til að ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Hann segir ekki síður karla en kvenna að ræða ofbeldi gegn konum um allan heim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir utanríkisstefnu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og ítrekaði þar m.a. stefnu Íslendinga gagnvart átökunum í Palestínu, hvað varðar matvælaöryggi, hryðjuverkaógn og fleira. „Ísland og Súrinam munu standa fyrir rakarastofu ráðstefnu í janúar 2015 þar sem karlmenn munu ræða kynjajafnrétti við aðra karlmenn með sérstakri áherslu á að taka á ofbeldi gegn konum,“ sagði utanríkisráðherra m.a. í ávarpi sínu á allsherjarþinginu í gær.Þessi hluti af ræðu utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í gær hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Og spurning er því hvers vegna eigi að standa fyrir svona ráðstefnu með Súrinam? „Súrinam hefur sýnt mikinn áhuga á þessu máli; ofbeldi gegn konum og þannig lágu leiðir okkar saman. Það sem við ætlum að gera er að halda ráðstefnu dagana 14. og 15. janúar þar sem við munum leiða saman karla, á sérstökum hluta ráðstefnunar sem verður bara fyrir karla, þar sem þeir koma saman og ræða jafnréttismál og ofbeldi gegn konum,“ sagði Gunnar Bragi eftir komuna til landsins í dag. En á næsta ári efna Sameinuðu þjóðirnar til alls kyns viðburða í tilefni þess að 20 ár verða þá liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Utanríkisráðherra segir það ekki síður karlmanna en kvenna að ræða stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. „Það er held ég sjaldgæft að karlar sitji saman við borð eða hittist á rakarastofunni til að ræða jafnréttismál með þeim hætti. Þetta er kjörið tækifæri til þess. Ég held að það sé algengara að konur komi saman til að ræða jafnréttismál, jafnvel þá án karla eða í blönduðum hópi. Þannig að þetta er tilraun sem við viljum gjarnan gera og hefur greinilega fengið mikla athygli og margir sýnt áhuga á þessu máli,“ segir Gunnar Bragi. Þessi fyrirhugaði rakarastofuráðstefna rími mjög vel við Hann fyrir hana herferð Sameinuðu þjóðana sem kvikmyndaleikkonan Emma Watson fer fyrir og vakið hefur mikla athygli, en um 7 % íslenskra karlmanna eldri en 15 ára hafa skráð sig á heimasíðu þess átaks. „Og við höfum einmitt tekið undir með henni og ég held að Íslendingar standi sig mjög vel, karlmenn sérstaklega, í að skrá sig á þann vef sem er uppi varðandi þetta mál,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Súrínam Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira