Andstæðingur Birgis, Bobby Pallett, var fyrir bardagann ósigraður í fjórum bardögum og þykir afar fær í standandi viðureign. Okkar maður, Birgir Örn, er einnig mjög fær standandi og hann sýndi það þegar hann rotaði Pallett í 3. lotu.
Bardaginn var afar skemmtilegur og fengu báðir keppendur bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Í myndbandinu hér að ofan má sjá rothögg Birgis. Birgir spáði því að hann myndi klára bardagann með beinni hægri eða hægri krók og má segja að sú spá hafi ræst.