Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 22:30 Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira