Íslenski boltinn

Haukur Heiðar undir smásjá fjölmargra liða á sunnudaginn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukur Heiðar á ferðinni gegn Stjörnunni í Garðabæ.
Haukur Heiðar á ferðinni gegn Stjörnunni í Garðabæ. vísir/daníel
Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður KR, verður undir smásjá fjölmargra liða af Norðurlöndum í Víkinni á sunnudaginn þegar KR heimsækir nýliðana í 21. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa margir útsendarar boðað sig á leikinn til að fylgjast með bakverðinum sem hefur verið einn albesti leikmaður KR-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar.

Haukur Heiðar er 23 ára gamall Akureyringur sem gekk í raðir KR frá KA árið 2011 og er á sínu þriðja tímabili með Vesturbæjarliðinu.

Þrátt fyrir ungan aldur er hann leikreyndur, en hann á að baki 156 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins. Hann kom inn í KA-liðið sautján ára sumarið 2008 og hefur ekki spilað færri en 15 deildarleiki fyrir KA og KR síðan þá.

Frammistaða hans í sumar vakti athygli landsliðsþjálfaranna Lars Lagerbäcks og HeimisHallgrímssonar sem völdu hann í hópinn gegn Tyrklandi fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×