Losar meiri brennistein en öll Evrópa Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2014 07:00 Eldgosið hefur náð sérstöðu fyrir stórt hraun á skömmum tíma og fyrir að vera óvenju gasríkt. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga. Bárðarbunga Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga.
Bárðarbunga Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira