Losar meiri brennistein en öll Evrópa Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2014 07:00 Eldgosið hefur náð sérstöðu fyrir stórt hraun á skömmum tíma og fyrir að vera óvenju gasríkt. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga. Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
„Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga.
Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira