UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. september 2014 16:31 Donald Cerrone og Eddie Alvarez mætast í næst síðasta bardaga UFC 178. Vísir/Getty Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30
UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00