Íslandsmeistarar ÍBV töpuðu 30-25 fyrir Maccabi Rishon Lezion í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF bikarsins í Vestmannaeyjum í dag.
Gestirnir frá Ísrael höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og verður erfitt fyrir ÍBV að vinna upp forskotið í seinni leiknum í Vestamannaeyjum á morgun.
Ísraelska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11.
Einar Sverrisson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Grétar Eyþórsson og Theodór Sigurbjörnsson fimm hvor.

