Formaður stjórnarskrárnefndar hættir störfum Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 20:02 Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira