Hann átti slæman dag gegn Miami Marlins á dögunum og slæmur leikur hans undir lokin kostaði Phillies sigurinn. Stuðningsmenn Phillies bauluðu á hann og það kunni hann ekki að meta.
Hann greip í punginn á sér fyrir framan baulandi áhorfendur sem varð þess valdandi að hann var rekinn af velli. Þá hjólaði hann í einn dómara leiksins.
Fyrir allt þetta fékk Papelbon sjö leikja bann. Hann hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en þvertekur fyrir að hafa gripið í punginn til þess að svara bauli áhorfenda. Hann hafi einfaldlega verið að laga punghlífina sína.
Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu og að ofan er mynd af því er hann grípur um klofið á sér.