Skrímslahamurinn lyftir Skittles í ræktinni | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2014 23:15 Marshawn Lynch, hlaupari meistaraliðs Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, elskar gotteríið Skittles svo mikið að nú fær borgað fyrir að borða það. Lynch, sem kallaður er Skrímslahamurinn (e. Beast Mode), hefur borðað Skittles á meðan hann spilar frá því hann var polli. Í grunnskóla kom móðir hans með Skittles á hliðarlínuna til hans og kallaði nammið orkupillur. Lynch hefur ekki hætt að borða Skittles á meðan hann spilar, en í dag fær hann sér væna gommu af þessu vinsæla sælgæti í hvert skipti sem hann skorar snertimark í NFL-deildinni. Þetta hefur hann gert lengi án þess að fá krónu fyrir, en nú er öldin önnur. Skittles gerði auglýsingasamning við Lynch fyrr í sumar og birtist fyrsta auglýsingin í bandarísku sjónvarpi í gær. Þar sést Lynch gera sig kláran fyrir nýtt tímabil með því að nýta Skittles í ræktinni. Þessa bráðskemmtilegu auglýsingu má sjá í spilaranum hér að ofan. Ekki nóg með að Lynch fái nú sitt fyrir að auglýsa nammið, þá mun framleiðandinn Wrigley láta 10.000 dali af hendi rakna til góðgerðasamtaka Lynch sem heita Fam1st. Það stuðlar að menntun barna sem búa við erfiðara aðstæður í borgum og bæjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Lynch skoraði tólf snertimörk í fyrra þannig jafni hann það á komandi tímabili fá samtökin 1,4 milljónir króna í sinn hlut.ESPN fjallar um Skittles-áhugann Krafturinn í Lynch mældur: NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira
Marshawn Lynch, hlaupari meistaraliðs Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, elskar gotteríið Skittles svo mikið að nú fær borgað fyrir að borða það. Lynch, sem kallaður er Skrímslahamurinn (e. Beast Mode), hefur borðað Skittles á meðan hann spilar frá því hann var polli. Í grunnskóla kom móðir hans með Skittles á hliðarlínuna til hans og kallaði nammið orkupillur. Lynch hefur ekki hætt að borða Skittles á meðan hann spilar, en í dag fær hann sér væna gommu af þessu vinsæla sælgæti í hvert skipti sem hann skorar snertimark í NFL-deildinni. Þetta hefur hann gert lengi án þess að fá krónu fyrir, en nú er öldin önnur. Skittles gerði auglýsingasamning við Lynch fyrr í sumar og birtist fyrsta auglýsingin í bandarísku sjónvarpi í gær. Þar sést Lynch gera sig kláran fyrir nýtt tímabil með því að nýta Skittles í ræktinni. Þessa bráðskemmtilegu auglýsingu má sjá í spilaranum hér að ofan. Ekki nóg með að Lynch fái nú sitt fyrir að auglýsa nammið, þá mun framleiðandinn Wrigley láta 10.000 dali af hendi rakna til góðgerðasamtaka Lynch sem heita Fam1st. Það stuðlar að menntun barna sem búa við erfiðara aðstæður í borgum og bæjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Lynch skoraði tólf snertimörk í fyrra þannig jafni hann það á komandi tímabili fá samtökin 1,4 milljónir króna í sinn hlut.ESPN fjallar um Skittles-áhugann Krafturinn í Lynch mældur:
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira