Rússneskir íþróttamenn útilokaðir frá keppnum? Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2014 23:12 Í tillögum ESB er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vísir/AFP Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma. FIFA Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma.
FIFA Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira