Bjarki Þór berst um titil í Wales Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. september 2014 15:30 Bjarki Þór Pálsson. Jón Viðar Arnþórsson Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins. MMA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins.
MMA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira