Var spjallað um allt á milli himins og jarðar, meðal annars síðasta bardaga Gunnars og nýjustu hárgreiðsluna hans.
Bardagi Gunnars verður aðalbardagi kvöldsins í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi og fylgir því að sviðsljósið verður á Gunnari fram að bardaganum.
Gunnar skellti sér í klippingu um daginn og hefur töluvert verið fjallað um nýju klippinguna en Gunnar segist ekki hugsa of mikið út í hana.
„Þetta er hluti af því að vera kominn á þetta stig innan íþróttarinnar. Ég bað frænku mín sem klippir mig um að klippa mig stutt og þetta varð niðurstaðan. Ég pæli ekki í hverju einasta hári þegar ég fer í klippingu en ég er mjög sáttur með klippinguna.“
Viðtal MMAVikings við Gunnar má lesa hér fyrir neðan.