Óvænt tap hjá New England Patriots | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. september 2014 09:00 Lamar Miller fagnar snertimarki sínu í sigrinum á New England Patriots í gær. Vísir/Getty New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson NFL Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson
NFL Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira