Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2014 16:00 Lögð er til 326,2 milljóna króna lækkun á framlagi „vegna þróunar á rekstrarumfangi umboðsmanns í átt til jafnvægis“. Vísir/Vilhelm Framlög ríkisins til embættis umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent samkvæmt fjármálafrumvarpi ársins 2015. Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. Í frumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að rekstrargjöld nemi um 496,4 milljónir króna á næsta ári sem jafngildi um 359,2 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2014. Í frumvarpinu segir að lækkunin skýrist af tveimur tilefnum. „Í fyrsta lagi er lögð til 33 m.kr. lækkun á tilfærsluframlagi vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði við gjaldþrotameðferð sbr. lög sem tóku gildi 1. febrúar 2014. Í fjárlögum 2014 var gengið út frá þeirri forsendu að fjárhagsaðstoðin miðaðist við fjárhæð lágmarkstryggingar sem var 250 þús. kr. og að samþykktar yrðu 500 umsóknir um fjárhagsaðstoð á ársgrundvelli og heildarkostnaður næmi 125,0 m.kr.“ Umsóknir hafi hins vegar reynst færri en áætlað var og áætlaður kostnaður á árinu 2015 svari til 92,0 milljóna króna. Í öðru lagi hafi verið lögð til 326,2 milljóna króna lækkun á framlagi vegna þróunar á rekstrarumfangi umboðsmanns í átt til jafnvægis. „Í samþykktri rekstraráætlun Umboðsmanns skuldara fyrir árin 2015-2017 er gert ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar muni á komandi árum dragast saman í takt við fækkun umsókna um greiðsluaðlögun og aðra þjónustu stofnunarinnar.“ Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld stofnunarinnar verði 709 milljónir króna árið 2014, 405 milljónir árið 2015, 349 milljónir árið 2016 og 299 milljónir 2017. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Framlög ríkisins til embættis umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent samkvæmt fjármálafrumvarpi ársins 2015. Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. Í frumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að rekstrargjöld nemi um 496,4 milljónir króna á næsta ári sem jafngildi um 359,2 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2014. Í frumvarpinu segir að lækkunin skýrist af tveimur tilefnum. „Í fyrsta lagi er lögð til 33 m.kr. lækkun á tilfærsluframlagi vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði við gjaldþrotameðferð sbr. lög sem tóku gildi 1. febrúar 2014. Í fjárlögum 2014 var gengið út frá þeirri forsendu að fjárhagsaðstoðin miðaðist við fjárhæð lágmarkstryggingar sem var 250 þús. kr. og að samþykktar yrðu 500 umsóknir um fjárhagsaðstoð á ársgrundvelli og heildarkostnaður næmi 125,0 m.kr.“ Umsóknir hafi hins vegar reynst færri en áætlað var og áætlaður kostnaður á árinu 2015 svari til 92,0 milljóna króna. Í öðru lagi hafi verið lögð til 326,2 milljóna króna lækkun á framlagi vegna þróunar á rekstrarumfangi umboðsmanns í átt til jafnvægis. „Í samþykktri rekstraráætlun Umboðsmanns skuldara fyrir árin 2015-2017 er gert ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar muni á komandi árum dragast saman í takt við fækkun umsókna um greiðsluaðlögun og aðra þjónustu stofnunarinnar.“ Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld stofnunarinnar verði 709 milljónir króna árið 2014, 405 milljónir árið 2015, 349 milljónir árið 2016 og 299 milljónir 2017.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira