Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. ágúst 2014 10:30 Úr leik Stjörnunnar fyrr á árinu. Vísir/Arnþór „Þetta er stærsti og skemmtilegasti leikur ársins, umgjörðin gerir þetta að stærsta leik ársins,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar fyrir leik liðsins gegn Selfoss í bikarúrslitum í dag. „Stemmingin er góð í hópnum, við erum búin að bíða eftir þessum leik. Þótt við höfum einbeitt okkur að deildinni þá situr þetta alltaf í manni svo það er mikil eftirvænting.“ Stjarnan situr á toppi Pepsi-deildarinnar og stefnir hraðbyri að öðrum Íslandsmeistaratitlinum í röð og þeim þriðja á fjórum árum. „Það er búið að ganga vel en það getur verið erfitt að halda áfram, leikmennirnir verða værukærir. Við þurfum að halda okkur á tánum, bæði leikmenn og þjálfarar því þetta verður erfiður leikur og það er mánuður eftir af Íslandsmótinu.“ Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni 5-3 í bráðfjörugum leik. „Það var heldur betur skemmtilegur leikur, fullt af mörkum og skemmtilegur fyrir áhorfendur. Ég vona að leikurinn í dag verði jafn skemmtilegur fyrir áhorfendur, við munum halda okkar plani og reyna að leika okkar leik, það hefur gengið vel hingað til.“ Þegar flautað verður til leiks verður það í fjórða skiptið sem Stjarnan keppir í bikarúrslitum en liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið 2012. „Það er enginn saddur í Garðabænum, við viljum ná þessum bikar. Það var gaman síðast þegar við unnum bikarinn og sú stemming lifir í höfðinu á fólki. Það verður allt gert til þess að endurtaka það í dag.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
„Þetta er stærsti og skemmtilegasti leikur ársins, umgjörðin gerir þetta að stærsta leik ársins,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar fyrir leik liðsins gegn Selfoss í bikarúrslitum í dag. „Stemmingin er góð í hópnum, við erum búin að bíða eftir þessum leik. Þótt við höfum einbeitt okkur að deildinni þá situr þetta alltaf í manni svo það er mikil eftirvænting.“ Stjarnan situr á toppi Pepsi-deildarinnar og stefnir hraðbyri að öðrum Íslandsmeistaratitlinum í röð og þeim þriðja á fjórum árum. „Það er búið að ganga vel en það getur verið erfitt að halda áfram, leikmennirnir verða værukærir. Við þurfum að halda okkur á tánum, bæði leikmenn og þjálfarar því þetta verður erfiður leikur og það er mánuður eftir af Íslandsmótinu.“ Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni 5-3 í bráðfjörugum leik. „Það var heldur betur skemmtilegur leikur, fullt af mörkum og skemmtilegur fyrir áhorfendur. Ég vona að leikurinn í dag verði jafn skemmtilegur fyrir áhorfendur, við munum halda okkar plani og reyna að leika okkar leik, það hefur gengið vel hingað til.“ Þegar flautað verður til leiks verður það í fjórða skiptið sem Stjarnan keppir í bikarúrslitum en liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið 2012. „Það er enginn saddur í Garðabænum, við viljum ná þessum bikar. Það var gaman síðast þegar við unnum bikarinn og sú stemming lifir í höfðinu á fólki. Það verður allt gert til þess að endurtaka það í dag.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00
Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01