Erlent

Forsprakki Ísfötuáskoruninnar drukknaði í köfunarslysi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Corey Griffin safnaði yfir tveimur milljörðum íslenskum krónum fyrir ALS-samtökin.
Corey Griffin safnaði yfir tveimur milljörðum íslenskum krónum fyrir ALS-samtökin. vísir/ap
Corey Griffin, einn forsprakka Ísfötuáskoruninnar drukknaði þegar hann var að kafa í Nantucket í Bandaríkjunum fyrr í dag.

Griffin var aðeins 27 ára þegar hann lést en hann var að kafa á vinsælum ferðamannastað þegar hann dýfði sér í vatnið en kom aldrei upp á yfirborðið aftur.

Griffin er þekktur fyrir að hafa komið hinni víðfrægu Ísfötuáskorun á fót en áskorunin átti að vekja athygli á ALS-samtökunum. Hann fékk hugmyndina að markaðsherferðinni eftir að vinur hans Pete Frates greindis með sjúkdóminn.

Aðeins fáeinum klukkutímum fyrir andlát sitt hafði Griffin safnað um það bil 100.000 bandaríkjadölum eða rúmlega 11 milljónum íslenskum krónum á góðgerðaruppákomu fyrir ALS-samtökin. Að ótöldum öllum peningnum sem safnaðist í gegnum Ísfötuáskorunina.

Áskorunin hefur vakið gríðarlega athygli netmiðla undanfarið en stórstjörnur á borð við Oprah, Justin Bieber, Britney Spears, Bill Gates, Lady Gaga, George Bush og óteljandi fleiri hafa tekið þátt í herferðinni.

Talið er að markaðsherferðin hafi safnað rúmlega 20 milljónum bandaríkjadölum eða rúmlega tveimur milljörðum íslenskum krónum sem munu fara í að rannsaka Amyotrophic lateral sclerosis sjúkdóminn sem er betur þekktur á íslandi sem MND sjúkdómurinn.


Tengdar fréttir

Beckham ber að ofan í ísbaði

Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni.

Chris Pratt vildi detta í það í staðinn

Stórleikarinn ákvað í staðinn fyrir að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni að drekka litla flösku af svonefndu Ice Vodka og eina flösku af Smirnoff Ice í einum rykk

Cara Delevingne í kaldri sturtu

Ofurfyrirsætan gerir sér lítið fyrir og fær til liðs við sig tvær vinkonur sínar til þess að hella ísköldu vatni á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×