Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina.
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi tekur Gylfi áskorun liðsfélaga sína Jonjo Shelvey. Nýtir hann tækifærið og skorar á liðsfélaga sinn Scott Sinclair, Spánverjann Roberto Soldado hjá Tottenham og Gunnar Nelson, fulltrúa Íslands í UFC.
Þegar ræðu Gylfa lýkur fær hann væna gusu af ísköldu vatni yfir sig. Horfið á myndbandið að ofan til að sjá hvernig vatnið fór með Gylfa.
Gylfi skorar á Gunnar Nelson
Tengdar fréttir

Beckham ber að ofan í ísbaði
Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni.

Misheppnaðar ísfötuáskoranir
"Ice Bucket Challenge“ hefur varla farið framhjá neinum undanfarna daga og vikur.

George W. Bush er ekki kuldaskræfa
Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka Ísfötuáskoruninni.

Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni
Frægir láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök.

Chris Pratt vildi detta í það í staðinn
Stórleikarinn ákvað í staðinn fyrir að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni að drekka litla flösku af svonefndu Ice Vodka og eina flösku af Smirnoff Ice í einum rykk

Cara Delevingne í kaldri sturtu
Ofurfyrirsætan gerir sér lítið fyrir og fær til liðs við sig tvær vinkonur sínar til þess að hella ísköldu vatni á sig.