Meira gert úr lekamálinu en öðrum áður Linda Blöndal skrifar 27. ágúst 2014 19:06 Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Umboðsmaður hóf formlega athugun á málinu á mánudag með þriðja bréfinu sem hann sendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þar sem hann krefst enn nánari skýringa á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og skal bréfinu svarað fyrir 10.september. Fleiri lekamál en minni rannsókn Brynjar Níelsson segir dæmi, líkt og þegar gögn láku út frá Fjármálaeftirlitinu til DV, um að lekamál hafi ekki haft viðlíkar afleiðingar og þetta mál. Málið núna sé fordæmalaust en í sínum huga sé það aðallega pólitískt. Í svari sínu á Alþingi í júní sagðist Hanna Birna engin deili vita á rannsókn lögreglu á lekanum. Í nýjum gögnum umboðsmanns sést þó að mánuðina á undan hafði hún marg sinnis verið í samskiptum við Stefán Eiríksson lögreglustjóra út af málinu samkvæmt því sem umboðsmaður birtir af viðtali sínu við hann í bréfinu frá á mánudag.Eðlilegar áhyggjur af gögnum Brynjar telur að Hanna Birna hafi ekki sagt þinginu ósatt þar sem hún hafi ekki vitað af neinum efnisatriðum málsins. Skiljanlegt sé að hún hafi haft samband við lögreglu á meðan rannsókninni stóð til að fullvissa sig um að aðrar viðkvæmar upplýsingar, sem lögregla fékk meðfram gögnum lekamálsins, væru tryggðar en þær snúi sumar að öryggi íslenska ríkisins. Umboðsmaður tjáir sig ekki Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis vildi ekki tjá sig um málið í dag en taka má fram að athugun umboðsmanns er alveg aðskilin sakamálinu sem beinist að meintum leka hjá aðstoðarmanni innanríkisráðherra sem var ákærður fyrr í mánuðinum og gögn umboðsmanns eru að jafnaði ekki notuð sem gögn í dómsmálum. Alþingi Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Umboðsmaður hóf formlega athugun á málinu á mánudag með þriðja bréfinu sem hann sendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þar sem hann krefst enn nánari skýringa á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og skal bréfinu svarað fyrir 10.september. Fleiri lekamál en minni rannsókn Brynjar Níelsson segir dæmi, líkt og þegar gögn láku út frá Fjármálaeftirlitinu til DV, um að lekamál hafi ekki haft viðlíkar afleiðingar og þetta mál. Málið núna sé fordæmalaust en í sínum huga sé það aðallega pólitískt. Í svari sínu á Alþingi í júní sagðist Hanna Birna engin deili vita á rannsókn lögreglu á lekanum. Í nýjum gögnum umboðsmanns sést þó að mánuðina á undan hafði hún marg sinnis verið í samskiptum við Stefán Eiríksson lögreglustjóra út af málinu samkvæmt því sem umboðsmaður birtir af viðtali sínu við hann í bréfinu frá á mánudag.Eðlilegar áhyggjur af gögnum Brynjar telur að Hanna Birna hafi ekki sagt þinginu ósatt þar sem hún hafi ekki vitað af neinum efnisatriðum málsins. Skiljanlegt sé að hún hafi haft samband við lögreglu á meðan rannsókninni stóð til að fullvissa sig um að aðrar viðkvæmar upplýsingar, sem lögregla fékk meðfram gögnum lekamálsins, væru tryggðar en þær snúi sumar að öryggi íslenska ríkisins. Umboðsmaður tjáir sig ekki Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis vildi ekki tjá sig um málið í dag en taka má fram að athugun umboðsmanns er alveg aðskilin sakamálinu sem beinist að meintum leka hjá aðstoðarmanni innanríkisráðherra sem var ákærður fyrr í mánuðinum og gögn umboðsmanns eru að jafnaði ekki notuð sem gögn í dómsmálum.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira