Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson var í kynningarferð fyrir bardagakvöldið í Stokkhólmi á dögunum. vísir/getty Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi 4. október, en þetta er í fyrsta skipti sem Gunnar er aðalstjarna kvöldsins. Gunnar og Story voru báðir til viðtals í hlaðvarpsþætti breska blaðamannsins Gareth A Davies sem skrifað hefur um hnefaleika og blandaðar bardagalistir (e. MMA) í rúma tvo áratugi. Davies er einnig með MMA-sjónvarpsþátt á BT Sport. „Þetta er alveg frábært. Ég er virkilega spenntur. Það er algjör draumur að berjast í aðalbardaganum hjá frændum mínum hérna í Svíþjóð,“ sagði Gunnar sem var staddur í Svíþjóð þegar Davis heyrði í honum hljóðið.Gunnar hengdi Zak Cummings í annarri lotu í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyBretinn var virkilega áhugasamur um eldfjallavirkni á Íslandi, en hann eins og allir aðrir bíður enn eftir að Bárðarbunga fari að gjósa. „Ég fór einmitt í mótorhjólaferð yfir hálendið á dögunum og við keyrðum framhjá eldfjallinu. Þessi staður verður líklega aldrei eins aftur og þegar ég var þar,“ sagði Gunnar. Aðspurður hvort það mætti búast við íslensku eldgosi í Stokkhólmi þann 4. október svaraði Gunnar: „Ekki spurning. Það er nákvæmlega þannig.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við, en hann hefur unnið tíu af 16 bardögum sínum í UFC. Hvernig hyggst Gunnar undirbúa sig? „Eins og ég undirbý mig alltaf. Ég er alltaf að þróa minn leik og ég verð alltaf betri í öllum þáttum íþróttarinnar.“ „Rick er sterkur glímumaður, fljótur og höggþungur. Hann getur neglt þig niður hvenær sem er sem gerir hann hættulegan. Ég er virkilega spenntur fyrir því að takast á við hann,“ sagði Gunnar. Gunnar stefndi að því að fara til Las Vegas í æfingabúðir með ConorMcGregor fyrir bardagann í Stokkhólmi, en breyting er á. „Við ætluðum til Las Vegas en æfingabúðirnar verða í Dyflinni þar sem ég og CathalPendart berjumst báðir í Svíþjóð. Við munum æfa í Dyflinni og Conor ætlar aðeins seinna en áætlað var til Vegas. Ég fer bara til Vegas eftir þennan bardaga.“Rick Story.vísir/gettyRick Story, hinn þrítugi mótherji Gunnars í Stokkhólmi, hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum og er ekki á topp 15 listanum í veltivigtinni. Davies spurði Bandaríkjamanninn beint út hvort hann væri einfaldlega lamb sem fórnað verður fyrir Gunnar í Svíþjóð þar sem Íslendingurinn verður nánast á heimavelli. „Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari. „Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð.“ Þó Story sé kallaður „The Horror Story“ eða hryllingssagan er hann rólegur maður. Því er ekki búist við látum þegar þeir hittast í myndatökum og vigtun fyrir bardagann. „Nei, ég fer ekki inn í bardaga í neinum illindum. Frá mínum bæjardyrum séð er Gunnar virkilega ljúfur gaur,“ sagði hann. Bandaríkjamaðurinn er spenntur fyrir tækifærinu að berjast við Gunnar. „Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna í þessum baradaga,“ sagði Rick Story.Viðtalið við Gunnar er frá 01:37-11:44 og viðtalið við Rick Story frá 54:47-1:07:22 í spilaranum hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi 4. október, en þetta er í fyrsta skipti sem Gunnar er aðalstjarna kvöldsins. Gunnar og Story voru báðir til viðtals í hlaðvarpsþætti breska blaðamannsins Gareth A Davies sem skrifað hefur um hnefaleika og blandaðar bardagalistir (e. MMA) í rúma tvo áratugi. Davies er einnig með MMA-sjónvarpsþátt á BT Sport. „Þetta er alveg frábært. Ég er virkilega spenntur. Það er algjör draumur að berjast í aðalbardaganum hjá frændum mínum hérna í Svíþjóð,“ sagði Gunnar sem var staddur í Svíþjóð þegar Davis heyrði í honum hljóðið.Gunnar hengdi Zak Cummings í annarri lotu í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyBretinn var virkilega áhugasamur um eldfjallavirkni á Íslandi, en hann eins og allir aðrir bíður enn eftir að Bárðarbunga fari að gjósa. „Ég fór einmitt í mótorhjólaferð yfir hálendið á dögunum og við keyrðum framhjá eldfjallinu. Þessi staður verður líklega aldrei eins aftur og þegar ég var þar,“ sagði Gunnar. Aðspurður hvort það mætti búast við íslensku eldgosi í Stokkhólmi þann 4. október svaraði Gunnar: „Ekki spurning. Það er nákvæmlega þannig.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við, en hann hefur unnið tíu af 16 bardögum sínum í UFC. Hvernig hyggst Gunnar undirbúa sig? „Eins og ég undirbý mig alltaf. Ég er alltaf að þróa minn leik og ég verð alltaf betri í öllum þáttum íþróttarinnar.“ „Rick er sterkur glímumaður, fljótur og höggþungur. Hann getur neglt þig niður hvenær sem er sem gerir hann hættulegan. Ég er virkilega spenntur fyrir því að takast á við hann,“ sagði Gunnar. Gunnar stefndi að því að fara til Las Vegas í æfingabúðir með ConorMcGregor fyrir bardagann í Stokkhólmi, en breyting er á. „Við ætluðum til Las Vegas en æfingabúðirnar verða í Dyflinni þar sem ég og CathalPendart berjumst báðir í Svíþjóð. Við munum æfa í Dyflinni og Conor ætlar aðeins seinna en áætlað var til Vegas. Ég fer bara til Vegas eftir þennan bardaga.“Rick Story.vísir/gettyRick Story, hinn þrítugi mótherji Gunnars í Stokkhólmi, hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum og er ekki á topp 15 listanum í veltivigtinni. Davies spurði Bandaríkjamanninn beint út hvort hann væri einfaldlega lamb sem fórnað verður fyrir Gunnar í Svíþjóð þar sem Íslendingurinn verður nánast á heimavelli. „Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari. „Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð.“ Þó Story sé kallaður „The Horror Story“ eða hryllingssagan er hann rólegur maður. Því er ekki búist við látum þegar þeir hittast í myndatökum og vigtun fyrir bardagann. „Nei, ég fer ekki inn í bardaga í neinum illindum. Frá mínum bæjardyrum séð er Gunnar virkilega ljúfur gaur,“ sagði hann. Bandaríkjamaðurinn er spenntur fyrir tækifærinu að berjast við Gunnar. „Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna í þessum baradaga,“ sagði Rick Story.Viðtalið við Gunnar er frá 01:37-11:44 og viðtalið við Rick Story frá 54:47-1:07:22 í spilaranum hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30
Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00
Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56