Með tvö hundruð vinabeiðnir og frægur í Þýskalandi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 15:05 Davíð var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. „Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“ Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
„Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“
Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40