Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 16:40 Davíð Aron var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira