Körfubolti

Íslenskur sigur í Lúxemborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir unnu níu stiga sigur á Lúxemborg.
Íslensku strákarnir unnu níu stiga sigur á Lúxemborg. KKÍ
Ísland vann níu stiga sigur, 71-80, á Lúxemborg í öðrum æfingaleik liðanna á síðustu þremur dögum.

Íslensku strákarnir voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 21-25, Íslandi í vil.

Ísland bætti í í öðrum leikhluta og munurinn var 17 stig, 33-50, þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Mestur varð munurinn 26 stig í seinni hálfleik, en Lúxemborg tókst að laga stöðuna áður en yfir lauk. Lokastaðan 71-80, Íslandi í vil.



Haukur Helgi Pálsson
var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig, en hann hitti úr sjö af þeim níu skotum sem hann tók í leiknum.

Logi Gunnarsson kom næstur, en Njarðvíkingurinn skoraði tólf stig. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 11 stig og Martin Hermannsson tíu.

Þá skoraði Hlynur Bæringsson fimm stig og tók átta fráköst, en íslenska liðið vann frákastabaráttuna í leiknum 44-26.

Íslenska liðið kemur til landsins á morgun, en framundan eru leikir gegn Bretlandi og Bosníu í undankeppni EM 2015.


Tengdar fréttir

Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg

Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM.

Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum.

Hlutirnir stefna í rétta átt

Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×